Vahle hefur í áratugi lagt áherslu á hurðir sem standast
ítrustu kröfur um brunavarnir og hljóðeinangrun, með
útliti sem hæfir nýjum sem eldri húsum.
Hvort sem er í höllum eða hreysum.
Vahle hurðir má finna í fjölmörgum rómuðum húsum í
Danmörku, m.a. Amalíuborg, Kristjánsborgarhöll og Hotel
D’Angleterre.
Vahle hurðir á Íslandi
Á Íslandi hafa Vahle hurðir með brunavörn verið settar upp á heimilum, gistiheimilum og opinberum byggingum þar sem strangar kröfur eru gerðar um bæði útlit og gæði. Hurðir frá Vahle eru samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.